Um

HearTheWritings.com er að aðstoða við að byggja upp bahá‘í lærdómsmenningu. Með því að nota nútíma tækni á borð við iPod, MP3 spilara, geislaspilara og tölvur, gefum við fleira fólki aðgang að hinum helgu og sögulegu ritum með fleiri aðferðum en nokkur sinni áður. Dýpkun þarf ekki lengur að eiga sér stað í einrúmi. Nú getum við sökkt okkur í hin helgu orð og dýpkað ást okkar á Bahá’u'lláh hvar sem við erum. Allt frá löngum ferðalögum, líkamsræktarstöðinni, göngutúr um hverfið – möguleikarnir eru endalausir. Þeir sem af ýmsum ástæðum eiga erfit með ritað mál hafa nú annan valkost til að fá sinn skerf af hinu helga orði. Ef þú kannt að meta það sem við erum að gera eða þekkir eitthvern sem gerir það, þá endilega heimsæktu heimasíðuna okkar www.hearthewritings.com, skráðu þig á póstlistann og segðu vinum þínum frá.

Takk fyrir að styðja bahá’í lærdóm.

Með bestu kveðjum
Jon Rezin